hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Spurði vinkonu Siggu systur hvort hún læsi bloggið okkar systkina. Það gerði hún og henni fannst þetta bara vera bakstur og aftur bakstur. Takk Margrét. Mér var skemmt og ég get tekið undir þetta. Ég minni bara enn og aftur á kenninguna um kynorku og bakstur, hún styrkist með hverjum deginum.
Þessi harðvítuga ritdeila í nýja glæsilega kommentakerfinu mínu við seinustu færslu; ég kýs að blanda mér ekki í hana á einhverjum þrætu-málefnalegum grundvelli og segi því bara brandara í staðinn. Hún fer brátt að skyggja á Stóra-Hannesar- og gæsalappamálið. Þarna heldur fólk því fram að bloggið mitt sé ekki persónulegt, ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Áherslur kunna því að verða aðrar í framtíðinni, þetta er nú einu sinni opinbert. Og mig langar í teljara á síðuna. En ég þakka þeim sem lesa þessa viðburðaskrá; var hér, fer þangað, hitti þessa... Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar ég sá að Tröllið og Læðan lesa mig uppi í rúmi á síðkvöldum, það er falleg sjón : )
U, mikill tími seinust daga hefur farið í ýmislegt. Nú er ég ekki lengur á föstum vöktum í sjónvarpinu og því hefur gefist tími til ólíklegustu hluta, þó hef ég ekki bakað. Hef lesið, er alltaf með nokkrar bækur í takinu, í eins og ár eða svo, mæli ekki með því. Hef meðal annars leitt hugann að krónísku eirðarleysi, með allan þennan skyndilega frítíma. Það hefur jafnvel hvarflað að mér að það kunni að vera eðlilegt að vera heima hjá sér á kvöldin, það kom nefnilega fyrir mig tvö kvöld í röð í seinustu viku og mér fannst eitthvað vera að. En vitandi að það er til fólk sem gerir þetta þá fór ég að hugsa minn gang. Mér finnst þetta samt ákveðin brenglun, að vera svona mikið heima hjá sér, eins og góð vinkona mín sagði einhvern tímann um kynvillu, hún er ákveðin brenglun.
Þórir er að blogga um Morten Harket, hann getur þess ekki að hann bað mig að koma með sér niður á Apótek til að sjá manninn, aftur. Ég neitaði, stend ekki í svona löguðu, ég hef heldur ekki dýrkað Morten Harket síðan ég las Bravo í gamla daga. Var ég búinn að nefna að ég fékk mun meiri pening fyrir nefið á mér í Íslandsbankaauglýsingunni en Þórir fyrir hálft andlitið á sér á strætóskýlunum? Fannst bara að þetta þyrfti að koma fram.
Eiginkona Mattheu er farin af landi brott með Helgu viðhaldi og ég mun því reyna að sinna henni meira en hingað til hefur verið gert. Dreymdi að Auddi í 70 mínútum hefði verið að bjóða mér á deit, getur einhver flett upp hvað það þýðir? Ölstofan er að verða argasti homma- og lessubar, það er eins og yfirmenn stefni að því að losa við við kynvísa starfskrafta, ég spyr mig hvar þetta endar.
Námskeiðið hjá Magnúsi Bernharðss. er stórskemmtilegt, annar hluti þess er á morgun. Strax er maður búinn að lesa um fullt af hlutum sem maður vissi ekki. Fyndið að maður skuli vera kominn á námskeið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ, er ég þá á léttasta skeiði, að verða 27 í mars? Orð dagsins er sipill en það er sá sem sötrar. Sögn dagsins er að sinnúla (við eitthvað) en það er að gaufa eða dunda.
Kaffihús í kvöld, jájá. Síðar, góðar stundir. Best að rjúka.

|

mánudagur, janúar 12, 2004

Sumt fólk er bara með þannig ryþma að það þarf alltaf að gera allt á seinustu stundu, kannski til að hafa á tilfinningunni að það sé nóg að gera. Ég er þá e.t.v þannig? Ætlaði til að mynda að skoða Kaupamannafnarháskóla á netinu og að skjótast í ræktina í dag en hef ekki fundið til þess tíma. Er búinn að humma fram af mér í margar vikur að skoða þetta mastersnám. Hmmm, hví? Er annars búinn að fara margoft í Laugar, nýju heilsuræktina á seinustu dögum og er að taka þær í sátt. Tútna og blæs út sem aldrei fyrr.
Er að fara á námskeið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ um íslam og Vesturlönd núna á eftir og þaðan beint á Ölstofuna að vinna til tvö í nótt. Lenti í mjög skrýtnu atviki á Ölstofunni í vinnunni á laugardagsnóttina. Maður gaf sig á tal við mig, einn af þeim sem les blogg og er væntanlega þá líka að lesa þetta... Af hverju bloggar maður, til hvers að bera allt þetta á torg? Er maður að skrifa fyrir vini sína eða bara sjálfan sig? Það kemur illa við mann þegar maðurinn úti í bæ veit allt um þig... Fékk mig til að hugsa og mér datt jafnvel í hug að hætta þessu veseni. Mig langar að vita hverjir eru að lesa. Þannig að, allir að kommenta og láta vita af sér. Takk fyrir það.
Staffafundur á Ölstofunni í dag, Malt á Kaffibrennslunni með Þóri, Gunnu og Dóu. Líf og fjör. Er búinn að kveðja Físu sem er á leið til heitu landanna, Helga og Ásdís, tvær tælandi stúlkur ætla að byrja för sína í Tælandi. Það verður gaman að fylgjast með ævintýrum þeirra. Við Sigga systir horfðum á Bowling for Columbine í gærkvöld, mikið djöfull er hún góð. Nóg að sinni, síðar.

|