hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Hvað á ég að blogga um?





Ég veit ekki hvort ég á að segja frá sólblómaakri eða því að hafa sofið í spænskri kirkju frá elleftu öld og selt upp morguninn eftir í kirkjugarðinum? Á ég að segja frá dögunum á ströndinni eða viðreynslunni á Hönnunarsafninu, matarmarkaðnum á bökkum Thames? Á ég að segja frá Lundúnaferðinni, fiskiísnum og klóaklyktinni, ljóskunni systur minni og því að hafa fellt tár á brautarpalli? Eða vill fólk fá að vita eitthvað um stúlkuna í græna brjóstahaldaranum? Á ég að blogga um útilegu áttmenninganna í Þorskafirðinum og tilfinninguna að vera aftur kominn á skerið? Hér gæti sagt af klúrum vinkonum, traustum þjónustufulltrúa, klofnum VISA-reikningum, bjór, Sólfari í dagsbirtu klukkan tvö um nótt, endurfundum og einkunnum. Ég veit samt ekki hvar ég á byrja. Þess vegna er ekkert bloggað. Verð að rjúka.

|