hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

mánudagur, desember 25, 2006


Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

- prumpað einum 19 lítrum af lofti vegna jólamataræðis.
- haldið inni maganum.
- áætlað að nærast aðeins á vatni, salatblaði og skyri, til að afeitra líkamann.
- undrast jólakortafjölda en um leið þakkað innilega þeim sem sendu. Hef ekki skrifað jólakort í 12 ár.
- hlustað á frábæra upptöku af Aðventutónleikum Palla og Moniku.
- hugsað um að ég ætti að óska lesendum síðunnar gleðilegra jóla.
- þegið koll klæddan svörtu gæruskinni í jólagjöf.
- misst af anda jólanna.
- mætt óboðinn á Þorlák í jólaboð.
- átt seinustu jólin mín á þrítugsaldri.
- mátað hárkollur hjá Hlédísi og Sigrúnu í Kolaportinu.
- hlustað á Ellý Vilhjálms.
- fengið sms frá Domino´s á aðfangadagskvöld.
- ekki fengið eina bók í jólagjöf og gleymt að kaupa eina sjálfur.
- straujað kort eins og vindurinn.
- áttað mig á að samræður fjölskyldunnar við jólaborðið endurtaka sig ár eftir ár.
- syrgt James Brown.
- reynt að gera upp árið og finna helstu hæðir og lægðir. Enn að því.
- hlakkað til að leggja land undir fót.
- áætlað að kaupa flugmiða til Brussel.
- látið frá mér ljóskulegt komment um bremsuklossana í húddinu.
-ákveðið að orðið jól komi ekki fyrir í næsta bloggi.

|