hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, maí 07, 2005

Tetta er HH sem talar fra Paris!

Leid eins og eg vaeri a BSI heima i Reykjavik tegar eg lagdi upp i reisuna fra Hovedbanegaarden, i sol og sumaryl, med Skrattheu Skorrdal. Hun pindi mig til ad spila yatsy yfir bjor a Kastrup. Slikt heyrir til tidinda.

Tetta verdur hundavadsblogg, hofum nefnilega komid vida vid a tessum taepu tveimur solarhringum. Fisa er vid hestaheilsu og tad er gaman i Paris. Vid Matta hofum hins vegar litid betri daga, haegra augad a henni er svo blautt og svo er eg med augnsykingu og kvef, arennileg baedi tvo. Raeddum tad einmitt ad baedi finnum vid a skrokknum a okkur ad vid erum ekki lengur tolf ara. Raeddum i framhaldi af tvi ad lata eins og vid hefdum aldrei raett tetta.

Fra tvi reisan hofst er eg buinn ad...

- borda sukkuladi med alpappirnum a.
- leida Mattheu i ogongur i Metroinu og villast. Stodvarnar eru nefnilega bara 438.
- spilad Hver er madurinn, vid Mottu, aftur og aftur.
- borda og borda og borda. Drekka raudvin otaepilega, borda camembert, geitaost, kalfakjot i sinnepi o.s.fv. Stefnan i kvold er sett a etiopiskan veitingastad og vid Asdis radum okkur vart fyrir kaeti, matgaedingarnir.
- hafa gaman ad ,,thjounustulund" Frakka.
- bera bagettu undir hondinni, holhondinni, eins og log gera rad fyrir.
- sja Monu Lisu, Medusuflekann, Notra Dame
- sja Bastilluna, sem nota bene, er ekki neitt ad sja. Hun er nefnilega ekki til.
- ofmeta fronskukunnattu mina storlega og tar af leidandi segja sturnum leigubilstjora, at tetta se lifid i stad tess ad segja honum ad tetta se gatan.
- komist ad tvi ad litblindan min veldur tvi ad graeni karlinn i umferdarljosunum her, synist mer vera raudur. Skildi ekkert i tvi, allan gaerdaginn ad Matta og Asdis strunsudu alltaf yfir a raudu. Graeni karlinn er hvitari og tar af leidandi litblinduvaenni, a Islandi og i Danmorku.
- raett frjalslyndi og nekt fjolskyldna okkar, vid ferdafelagana.
- sed otrulega frammistodu fimmtugs manns med krullur, yfirvaraskegg, i raudri skyrtu, girtri ofan i svartar gallabuxur og kurekastigvel, i karaoke.
- tott karaoke dapurt.
- turft ad velja a milli tess ad sofa hja Hugh Hefner og Tony Blair. Samt bara i plati.
- verid truad fyrir tvi ad flugstjorinn se i raun ad fitla vid sig, tegar hann upplysir fartegana um flughaed og flugtima, ad tadan komi seidandi roddin.
- slefad a sofann hennar Asdisar, vegna treytu.

Sidar.

|

mánudagur, maí 02, 2005

Að pakka og flytja...

...það er lífsins saga. Eða var það að heilsast og kveðjast? Finnst ég alltaf vera að pakka, seinast í gær. Flutti út af Ny Östergade og er kominn á Egilsgade á Íslandsbryggju, heim til Kidda. Kosturinn við það að flytja svo ört er að maður losar sig við drasl og safnar engu. Ókosturinn er að maður á heima í stórum Berghaus bakpoka og sú litla búslóð sem maður á, er geymd í pappakössum í Reykjavík og á Hvolsvelli. Fæ aftur að pakka og þá niður, seinna í þessari viku, vegna ferðar okkar Mattheu til Parísar til Físu. Þar eru víst tæpar þrjátíu gráður þessa dagana. Gaman.

- Sit annars og hlusta á Útvarpsfréttir og horfi á Sjónvarpsfréttir á netinu með misheppnaðan espresso í stóru mjólkurglasi. Kiddi á nefnilega enga kaffibolla og heldur engan sykur. Þetta unga fólk...

Hvað getið þið komið mörgum Pringles-flögum upp í ykkur í einu? Held mitt met sé sex. Og nei, mér leiðist ekki og ég hef nóg að gera. Hugðarefni mín eru bara svo mörg og fjölbreytt...

Sól í sinni.

|