hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

mánudagur, maí 10, 2004

Þáttaskil, sumar, bloggfrí...

Þessi færsla er í boði Bónuss og allra þeirra neta sem sveifa yfir hausamótunum á mér á Hverfisgötunni. Okkur systkinunum til mikillar gleði uppgötvuðum við allar þessar þráðlausu nettengingar um daginn, sem liggja hér þvers og kruss og eru eflaust krabbbameinsvaldandi líka. Ég geri þeirra einkunnarorð að mínum og vona að ég sé ekki að kalla yfir mig lögsókn. Bónus, ekkert bruðl.

Þá er komið að því sem hefur staðið til í á þriðju viku. Nú er tími breytinga. Það er búið að skúra vorhreingerninguna á Hverfisgötunni, Sigga systir flytur brátt út, á Hvolsvöll og svo til Ítalíu, Brynhildur farin til Lundúna, Gulli búinn að sofa hjá, Kolla farin til Lundúna og komin aftur heim, Fríða komin með sílikon í brjóstin, Roald á leiðinni til Glasgow, André farinn og Ragnar Visage einn eftir, Beðmál í borginni búin, prófum að ljúka, Ragnheiður komin á steypinn; allt að gerast... Það er opinberlega komið sumar sem sannaðist á Austurvelli í gær. Við strákarnir eyddum tveimur tímum þar sem skiluðu sér í rauðum kinnum. Afspyrnugott veður og ís.
Undanfarið hefur verið alveg feykinóg að gera, frí frá Útvarpi hefur oftast farið í sjónvarpsvaktir og svo öfugt. Hættur á Ölstofunni. Og svo ég greini frá því hér í eitt skipti fyrir öll, misskilningurinn vegna ljósabekkjafréttarinnar. Það er í raun engin saga. Þetta er ekki ég sem vatt mér í bekkinn í fréttinni. Er aðeins öðruvísi skapaður. Freyr tökumaður gabbaði starfskraftinn á sólbaðsstofunni til að fletta sig klæðum og leggjast í bekkinn. Hann tók svona líka vel í það. Ég varð bara vandræðalegur þegar gaurinn berháttaði fyrir framan okkur. Ég hef þessi áhrif á fólk, að það rífur sig úr, hefur stundum reynst hvimleitt.
Styttist í söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, umfjöllunin hér verður ekki jafnfagleg og hjá Kjánanum enda ekki tilefni til. Íslenska framlagið venst vel og vinnur á við hlustun. Jónsi á án efa eftir að fiska mörg kynvillt atkvæði í símakosningunni. Fjalar hlýtur að taka undir það, hann verður eflaust líka kátur að heyra að Jónsi verður í hvítum jakkafötum. Engir berir upphandleggir, bara hálsæðar. Þú vissir það kannski þegar? Ég vil hins vegar nota tækifærið og þakka Albönum fyrir að gefa keppninni lit, það jaðrar við að dansararnir skyggi á annars stórkostlega söngkonu. Myndbandið er í einu orði sagt, hallærislegt.
Dagný var gæsuð í fyrradag, ljómandi gaman. Fórum með hana í Hlíðardalsskóla og á Laugarvatn. Þessu lauk svo í grillveislu sem Héðinn sofnaði í, rafhlöðurnar voru búnar eftir alllanga vinnutörn. Ég er partýljón. Okkur langar að opna erótískt bakarí þar sem yrðu seldar Lostaslaufur en ekki Ostaslaufur og rúnkstykki í stað rúnstykkja.
Roald var með kveðjupartý á Ölstofunni í vikunni; gaman, gott fólk sem ég hef ekki séð í langan tíma. Ætlaði að klípa í rassinn á Fríðu ofurhjúkku en þá hreyfði hún sig ofursnöggt þannig að takið lenti ekki á kinninni heldur á milli kinnanna... Held ég hafi orðið aulalegri en bæði hún og kallinn hennar til samans. Ég roðna meira að segja núna bara af tilhugsuninni einni saman. Maður á heldur ekkert að stunda það að pota í kynfæri kvenna á börum bæjarins. Nú eða þá bara að pota í kynfæri kvenna yfirleitt.
Nú get ég kallað Þóri hugsjúkan, hann kallar mig víst hugsjúkan á sínu bloggi, mér er ástæðan gjörsamlega óljós. Hann fékk nefnilega heimsókn yfir helgina seinustu og er hálfutan við sig blessaður eftir að félaginn fór. Skiljanlegt. Kristinn Óli danski klippiprinsinn kom á Klakann um daginn, hitti hann yfir kaffibolla, hann sagði danska kallinum upp og flaug heim í nokkurra daga frí. Jói og Oddvar líka komnir heim frá Danaveldi.
En sem sagt, það er komið að leiðarlokum. Ég verð einbúi í sumar, Kári bróðir verður reyndar hjá mér næstu tvær vikurnar. Sigga systir verður au-pair stúlka í Savona, norðan við Geneva á Norður-Ítalíu í júlí og ágúst. Lukkuleg. Hér set ég punkt, hálfklökkur, búinn að fara yfir víðan völl eins og vanalega. Hárliði fer e.t.v aftur á kreik í haust án þess að það sé víst. Þannig að nú geri ég eins og Gulli héðan í frá, blogga í kommentakerfi annarra. Talandi um Gulla, þeir sem hafa áhuga geta spurt hann um handklæðaflokkunina hans og af hverju hún stafar. Hef ekki geð í mér til að setja það í þessa seinustu færslu, er svo mikil tepra þegar kemur að kynferðismálum... Þakka samfylgdina, þakka þeim sem hlýddu. Sumar, síðar, verð að rjúka...
Bless Elín.

|