hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, júní 04, 2004

Maður dagsins og daganna er svo sannarlega Stevie Wonder. Hvílík gleðitónlist, er að hlusta á hann út og inn, læri samt enga texta, hausinn á mér virðist ekki gerður fyrir það. Einu söngtextar sem ég kann eru þeir sem voru samdir fyrir 1985 og voru í útvarpinu þegar ég var lítill; Traustur vinur, Lífið er lag, Í tangó og svona. Ekki gott? Samt satt.
Borðaði á Vegamótum í gærkvöld með Möttu, Ásdísi, Helgu og Unu. Ísbíltúr og Grótta. Hittingur með Fríðu á döfinni þar sem Jóhann er nýkominn frá Frakklandi og Þórir væntanlegur á sunnudag frá Lundúnum. Okkur þyrstir í ferðasögur.
Annars er bara allt í upplausn og fullkomið óvissuástand með kvöldið eins og Halldór Ásgríms hefur þegar greint frá. Það er nú einu sinni föstudagskvöld... Síðar.

|

sunnudagur, maí 30, 2004

Afturkoma, comeback

Ég er þá líklegast líkari Ragnari en Þóri, virðist ekki geta hætt að blogga. Það er að segja, Ragnar sagðist hættur en kom aftur; Þórir er svo þrjóskur að ef hann segðist hættur þá stæði hann við það. Ég er hins vegar ístöðulaus. Þess vegna mun ég jafnvel halda áfram að henda hingað inn stikkorðum ef sá gállinn er á mér, áskil mér samt fullan rétt á sumarfríi inn á milli.
Bendi á tilraunakennt myndablogg, krækju hér til hægri, þar sem við lifum nú einu sinni á gervihnattaöld. Og svo fleiri nýja tengla enn neðar.

|

Tilraunir með myndablogg á símanum má kannski sjá hér...

|