Þar sem ég......stóð í
Pennanum-Eymundsson og lét valkvíðann naga mig að innan, frammi fyrir titlum eins og
Borðað fyrir þinn blóðflokk, Hann er ekki skotinn í þér, Lærðu að halda í hann, Sjö reglur farsæls fólks, Úr yfirvigt í kjörþyngd á viku, Ég þarf ekki börn því ég deita þau, Leyndarmál fallega fólksins, Finndu innri frið... Þegar
Brynhildur vinkona stormaði inn, nýkomin til borgarinnar tækifæranna og spillingarinnar,
Reykjavíkur, frá borg óttans,
Lundúnum.
Maríanna, enn ein vinkonan, sagðist ekki lesa svona bækur. Lífið væri nógu flókið fyrir. Hún fékk prikið mitt fyrir. Ég gekk bókarlaus út í sólina. Bækur um gerviþarfir og ekki neitt. Fussumsvei. Þess ber þó að geta að í morgun fann ég eirð í mér til að setjast niður og klára bók. Takk.
Mig langar í útilegu og fjallgöngur. Er reyndar boðinní óvissuferð í fyrramálið, með
Gulla og sambýliskonu hans
Ólöfu. Gaman.
Seinustur dagar í fríi í sólinni hafa verið ljúfir. Matarboð á svölunum með
Þorbirni, Helga, Gulla, Frímanni, Bjarna, Þórunni og
Berglindi. Skrall. Endurnar á Tjörninni. Djass og bjór á Jómfrúnni. Bókabúðir. Brjóst. Sund. Bleikir túlipanar frá
Hollandi. Námslán og stúdentagarðar. Boð hjá
Gulla.
Annars stendur lítil mánaðargömul frænka mín eiginlega upp úr seinustu viku.
Védís Edda. Ég hef aldrei verið talinn mikið fyrir börn en er ekki frá því að það hafi hrist í mér lyppurnar þegar hún steinsvaf í klukkutíma á bringunni á mér, á föstudagskvöldið. Held ég hafi ekki setið kyrr svona lengi, í mörg ár. Það færðist svo mikil værð yfir mig, vegna þessa litla krílis. Grunnur andardráttur í hálsakotið á mér... Var annars sérlega stilltur og rólegur á
Hvolsvelli hjá mömmu og pabba. Ég sem er alltaf með eitthvað í eyrunum, fréttir, tónlist, útvarpssíbylja... Ég slökkti á barasta á útvarpinu og hlustaði á mófuglana. Lá líka úti í móa aðfaranótt föstudagsins... Sól, sól skín á mig, hiti fimmtán stig. Bágt er í sólinni að brenna sig, sól sól skín á mig.
Fylgist með ævintýrum
Siggu systur hér til hliðar...