hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

mánudagur, ágúst 18, 2008

Hvað er annað hægt, þegar mánuður er liðinn frá seinasta bloggi, en punktablogg? Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

- svamlað í heitri laug í Reykjadal, reyndar bara fyrr í kvöld.
- hampað vegabréfsáritun til Myanmar/Búrma.

- lagað hanklæðastatíf á 41. hæð á WestInn hótelinu í Seattle (löööng saga).
- hlustað á söng Lauriar, I can´t make you love me, á sjoppulegum karókíbar í sömu borg.
- fengið dans við brúðina og æskuvinkonuna Evu, á eftir brúðgumanum og pabbanum, á hlöðuballi á Dyrhólum.
- hitt viðhald sambýliskonunnar, í Reykjavík, og gefið grænt ljós.
- iðrast þess að hafa gleymt tíu ostum í dönskum ísskáp, dýrkeyptum í Róm, fyrir nokkrum vikum.
- hlegið tröllahlátri yfir borgarmálum í Kardemommubænum.
- sporðrennt ostrum og marínerast í hvítvíni í heila viku í Vancouver.
- hlustað á mófuglinn heima á Hvolsvelli.
- lesið Áður en ég dey e. Jenny Downham (stórgóð) og Dispatches from the Edge e. Anderson Cooper (þokkaleg), og loks fundið bókina Places in Between, e. Rory Stewart.
- barist við ipodinn minn sem skyndilega talar japönsku.

- brosað út í annað yfir þeirri djúpu og reyndar algildu speki sem lesa má á ótal skiltum á löngum göngum Heathrow flugvallar; Face direction of Travel.
- velt fyrir mér holdafari flugfreyja Northwest Airlines. Voru freyjur ekki einu sinni grannar?
- brunnið.
- tekið til með látum, í vinunum á Fésbók.
- lent í útistöðum við Goth stráka í Lundúnum. Og setið á strák mínum.
- komist að því að m.a.s. hraðbankar í Bandaríkjunum eru sleikjulegir; Sjor, hev a greit dei!

|