hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Það sem hefur á daga mína drifið...

Reyndar af nógu að taka en frá því ég bloggaði seinast hef ég...
- Opnað Coke dós í hlutverki fréttamanns fyrir framan tvöhundruð manns og látið hana gjósa yfir mig.
- Fengið að vita að ég væri líkur Leni Riefenstahl og Roy Rogers.
- Unnið við skjáhvíli með mynd af Dixie Chicks.
- Undrast kynorku vinkonu minnar.
- Langað að Kárahnjúkum áður en þeir sökkva í jökulvatn og leir.
- Knúsað málfarsráðunaut og rauðhærða kyntröllið Baldvin Þór.
- Borgað skattinum og talað við grátandi stúlku.
- Frétt af reiðri velskri móður, yfir háum símgjöldum til Íslands.
- Hlustað á Gunnar í Krossinum. Og Gufuna.
- Fengið vettlinga að gjöf.
- Gengið kringum Hvalfell og upp með Glym í sól og blíðu.
- Drukkið blóðbergste og labbað niður að Sólfari.
- Slefað í Bláa lóninu og farið út á Sjávarkjallarann.
- Gert vel við köttinn Rjóma.
- Lesið Emergency Sex og hlustað á Cinematic Orchestra.
- Klifrað upp tré til að ná í fjúkandi sængina mína.
- Látið tímann hlaupa frá mér og gleymt öllu því sem viðkemur mastersritgerð.
- Skrallað lítið sem ekkert en unnið þeim mun meira.
- Klínt sjónvarpsmeiki á símann minn.
- Séð að jafnvel í blankalogni líta tré á Kjalarnesi út fyrir að vera að slitna upp með rótum í rokbeljanda.
- Talið daga, bæði niður og upp.
- Og þetta er aðeins brotabrot...

|