
Svona...
...vorum við Lauri á velsku ströndinni fyrir nokkrum dögum, og svona verðum við á spænskri strönd eftir nokkra daga.
En áður að því kemur verð ég búinn að leggja einhverjar þúsund kílómetra að baki hér og þar. M og p eru væntanleg í heimsókn. Næstu dagar eru flakk á milli Reykjavíkur, Manchester, London, Girona, Barcelona...
Er annars orðlaus, hugurinn á mér víðsfjarri. Alltaf, alltaf skal ég koma mér í aðstöðu sem mig langar að vera í, rétt áður en ég er að flytja frá landi. Fari það í grábölvað.
Sól, sól skín á mig, hiti fimmtán stig. Bágt er í sólinni að brenna sig, sól, sól, skín á mig.