hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, maí 18, 2006


Síðan ég bloggaði seinast hef ég...

-eldað á nærbuxunum.
-hegðað mér eins og búlemíusjúklingur og falið óhóflega neyslu mína með því að kaupa súkkulaði, Coke, ís og köku, á lokaspretti tveggja ritgerða, á innan við tveimur stundum, hjá þremur pakistönskum kaupmönnum á horninu, framan við húsið mitt.
-hitt fyrsta kvenkyns bílstjóra svarts leigubíls. Hún var með rauða flauelispúða og vellyktandi í bílnum.
-kæft ofsafenginn hlátur yfir Sylvíu Nótt í rennibrautinni í Aþenu.
-undrast á spænska mömmustráknum sem ég bý með. Hann er 21 árs, 133 sm u.þ.b. Hann er búinn að setja uppþvottalög í þvottavélina, maturinn hans myglar og úldnar og hann svarar ekki símtölum aldraðrar móður sinnar (kannski vegna þess að hann er henni gramur fyrir að hafa ekki kennt sér að þvo þvott, elda, þrífa eða kaupa í matinn?)
-lesið Minningar Geishu en langað mest að byrja aftur á Flugdrekahlauparanum.
-gert allt mögulegt annað en að lesa undir Development Research Skills próf.
-gleymt að borga eins og mánaðarleigu.
-séð ný andlit morgunfréttalesara nfs... og séð nýjar fegurðardrottningar skjóta upp kollinum í íslensku sjónvarpi.
-bakað. Jeps. Bakað.
-keypt kjötfars dulbúið sem piparsteik.
-velt framtíðinni fyrir mér.
-látið kurrandi dúfuna sem býr undir þakskegginu hjá mér vekja mig klukkan 6 alla morgna.
-planað ferð fyrir eina átta bekkjarfélaga til Íslands í september.

|

sunnudagur, maí 14, 2006



Snökt og eldhúsáhald

Mátti bara til með að birta mynd af þessum álfum. Fékk svo skemmtilegt símtal frá þeim eina nóttina. Eins og reyndar í nótt líka. Frá annarri vinkonu. Vorið virðist fara einstaklega vel í fólk. Allir að slá sér upp og svona...

Klukkan fimm á laugardagsmorgun var ég kjökrandi uppi í rúmi. Þá kláraði ég Flugdrekahlauparann sem ég hafði byrjað á á miðnætti. Langt síðan ég hef lesið svona góða bók, langt síðan það er eitthvað að marka lofið sem maður les á kápunni. Svana bloggaði skælandi um þessa bók um daginn. Ætlaði að lesa hana í desember en komst ekki til þess þá. Mæli með henni. Ljót en falleg saga.

Í upphafi árs keypti ég mér Peugot. Peugot gírahjól, svart, á 40 pund. Karlinn á hjólaverkstæðinu sagði mér í vikunni að ég hefði keypt köttinn í sekknum. Það var mér fyrir löngu ljóst. Gírakerfið er víst antik. Ég er búinn að leggja helvítinu þar sem næsta viðgerð svarar ekki kostnaði. Ég hefði betur keypt mér alvöru svartan Peugot 306 í upphafi árs. Kostnaðurinn hefði verið sá sami.

|