hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, desember 07, 2006


Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

- keypt flugmiða til Kaupmannahafnar og Tokyo fyrir skitinn hundraðþúsundkall.
- reynt að skipuleggja næsta ár og þótt það þónokkuð spennandi.
- lokað augunum og endurupplifað göngu á Hvalfell, hér að ofan... : )
- dáðst að Helgu Brögu, sem tröllastelpu, í mötuneyti RÚV.
- velt því fyrir mér að í sumum buxum er ég alltaf með opna buxnaklauf, öðrum ekki.
- skipulagt jólaglögg hér og þar.
- lesið Lisu Marklund eins og vindurinn.
- borðað á Domo með Guffa, Gulla og Símoni. Gaman.
- verið kenndur.
- gert óskaplega marga lista.
- hugsað um það hve heimskulegir svona tú dú listar eru.
- heyrt af einni sem var með lista yfir tú dú listana sína.
- borðað hjá Heiðu og Titti og hitt leynigestinn Söndru frá Geneva.
- verið jólaskröggur.
- keypt jólagjafir.
- farið í fótboltahommapartý. Hver segir að þau séu ekki til?
- keypt mér uppstoppaðan lunda í útskriftargjöf frá m og p.
- dáðst að lundanum.
- tekið við skömmum fyrir að blogga sjaldan.
- planað leikhúsferð.
- dáðst að Betu sætu í Fréttablaðinu.
- unnið 518 kr. í Lottói.
- talað við Ólöfu í miðju valdaráni á Fiji.
- reddað tveimur litlum pjökkum inn á jólaball Stundarinnar okkar.
- hlustað á Heartbeats með The Knife. Aftur og aftur og aftur og aftur.
- snert á jólaskapinu.
- farið á Læknavaktina og Bráðamóttökuna á Hringbraut.
- daðrað.
- átt fáránlegasta símtal fyrr og síðar við aðstoðarmann ráðherra.
- farið í passamyndatöku.
- náð að detta ekki í mötuneyti RÚV.
- reddað mér vinnuaðstöðu í Köben.
- unnið óskarsstyttu.
- skipulagt ótalmarga hluti sem mig langar að gera áður en ég fer af landi brott.
- hugsað um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.
- og bæði komist að niðurstöðu og ekki...

|