hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, febrúar 14, 2004

Afmælisbarn dagsins er Þorvaldur Skúlason. Til hamingju. Held hann sé 29. Eða 28. Vakt kl.7 í fyrramál og því lítið um skemmtanir í kvöld. Hitchcock-helgi hjá Sjónvarpinu, finnst mér vel til fundin. Sá Psycho í gær í fyrsta skipti, góð. Svo er Birds í kvöld og hún er auðvitað frábær.
Svo held ég ég hætti bara að lesa blogg Eyþórs og Jóa. Þeir eru alltaf fullir og að skemmta sér í Köben og ég ræð bara ekki við lesturinn sökum geðshræringarinnar sem ég kemst í. Held það sé gaman hjá þeim. Eyþór varð reyndar tilefni blogg hjá toggapop, það fannst mér drepfyndið. Svo þarf ég að fara að læra dönsku ef ég ætla þangað í nám einhvern tímann. Hmmm.
Orð dagsins er valið af handahófi. Það er flysjungur, sem er hvikull maður, flagari eða spjátrungur.

|

Útvarpsvaktir trekk í trekk, vitlaust að gera. Stikkorð eins og oft áður. Mér fannst Vala Matt æðisleg í Kastljósinu í gær, hafði líka gaman að óvenjulegri umræðu um bol Svanhildar. Bara ef allir væru nú svona jákvæðir eins og Vala. Ég tla að reyna að tileinka mér taktana hennar, þá verður allt frábært. Símamódelið okkar tapaði í kosningunum uppi í Háskóla, en Gnúpverjinn vann eins og hann lýsir yfir á síðunni sinni. Síðar.

|

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Góðan dag í Útvarpinu. Vorið er komið held ég. Ásamt Siggu systur og Þóri horfði ég á Hýrt auga fyrir kynvísa manninn á Skjáeinum í gærkvöld og með því átum við Domino's. Fín skemmtun. Við vorum samt ekki sammála hinum fimm fræknu í einu og öllu og þá sérstaklega hvað varðar fataval. Ég held Baugur eigi orðið Ísland, það er sama hvert maður fer og við hvern maður verslar. Þetta veldur mér talsverðum áhyggjum, sérstaklega þar sem ég á engin bréf í Baugi.
Vinna. Síðar.

|

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Hvað skyldi vera mér efst í huga á þriðjudegi? Sit á Hressó og Þórir var að koma inn úr dyrunum. Skóli fyrir næsta haust er líklegast fundinn, jibbí. Í Roskilde. Margra mánaða leit að skóla og spennandi námi lokið. Þá er bara að sækja um.
Kaffi hjá Ragnheiði og Gígju áðan. Átti gæðasunnudag með Möttu og Hlédísi, við Sigga fórum með þeim í Laugarnar þar sem við spiluðum körfu. Fórum svo á Eldsmiðjuna, þaðan heim til Möttu, átum og horfðum á Friends. Sunnudagar gerast varla mikið betri. Æ, þetta stefnir í þeytipíkublogg, svona út um hvippinn og hvappinn. Nóg að gera, fullt af Útvarpsvöktum, Ölstofa hér og þar. Og það var næstum vor í lofti í gær, lýg því ekki. Gott helvítis snjórinn er farinn aftur. Sól og sumar á næsta leiti, eða þannig... Var að uppgötva Damien Rice, þökk sé Þóri. Damien er frábær. Síðar.

|