hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, desember 12, 2003

Jæja, ég er á jólaglöggi upp í Rúv, á öðrum bjór og að sjálfsögðu farinn að kippa. Það er svo einfalt líf að vera hæna. Mæting Fréttastofufólks er ekki nógu góð. Datt reyndar svo herfilega í það á seinasta vinnujammi að það ætti að vera mér víti til varnaðar. Dagurinn í dag var fínn í vinnunni. Ég var með úttekt á leiðtogafundi ESB í Brussel og svo fór ég í eina innlenda töku sem ég verð með á morgun. Kom sjálfum mér á óvart í henni en þurfti að eltast við Sturlu Böðvars samgönguráðherra. Spjallaði við Frakka frá Evrópsku geimferðastofnuninni en gat ómögulega spjallað við Spánverja frá sömu stofnun. Enskan hans var spænsk. Það var gaman. Annars finnst mér ég ætti að vera á launum á næturnar, mig dreymir fréttir og þegar ég vakna eru þær tilbúnar, klipptar og döbbaðar. Eða þá að mig dreymir mínar fréttir útsendar og ég er að uppgötva eitthvað sem betur hefði mátt fara, í draumnum. Þetta er nú ekki alveg í lagi.
Gígja Hrund á afmæli í dag, til hamingju með það. Davíð Olgeirs á líka afmæli í dag, heillaóskir. Og skemmtileg uppgötun, haldiði ekki að mamma og Jude Law eigi sama afmælisdag. Á dauða mínum átti ég von en... Og af hverju hef ég engin komment fengið á Léttfeta-brandarann. Verð ég að fara að stela sögum og gera þær að mínum eins og Gulli?
En í dag lærði ég nýtt orð, gaman að því á gamals aldri. Viðsjár. Fyrir þekkti maður orðið viðsjárverður en ekki viðsjár. Viðsjár eru deilur, sundurþykkja eða ágreiningur. Það voru miklar viðsjár með mönnum. Svona er maður nú fávís.

|

fimmtudagur, desember 11, 2003

Saður er orð dagsins, það er sannleikur, sanngirni og hreinskilni. Menn dagsins eru allir þeir sem mótmæltu siðleysinu niður á Austurvelli í dag. Við Kalli myndatökumaður grétum úr hlátri um daginn, hann er gríðarlegur húmoristi og saman vorum við að bulla. Nema hvað, við erum með hugmynd fyrir Osta- og smjörsöluna, þegar þeir ætla sér að framleiða fituskerta útgáfu af Feta-osti. Þetta hljómar líklega ekki eins fyndið þegar maður les þetta á bloggi og eins og það var í raunheimum... hehe. En sem sagt, osturinn mun að sjálfsögðu bera nafnið Léttfeti.
Fleiri brandarar verða víst ekki sagðir á þessu bloggi í bráð... Annað kvöld er glögg hér í Sjónvarpinu og svo er Davíð Olgeirs búinn að bjóða í 25 ára afmæli. Og svo er ég á helgarvakt hér á Rúv...

|

miðvikudagur, desember 10, 2003

Í gær var ég búinn að skrifa langa rullu, eitt skemmtilegasta blogg sem ég hef skrifað í langan tíma, það er nú reyndar ekki erfitt, ég blogga það sjaldan og oftast um það hve upptekinn og tímabundinn ég sé. Skemmtileg lesning það. En svo hrundi bloggerinn með mjög svo slæmum afleiðingum. Ég er á skriftuvakt, aldrei þessu vant. Það átti að vera svo mikið minna að gera í þeirri vinnu en það er ekki raunin. Er búinn að vera hlaupandi eins og þeytipíka um allt helvítis húsið...

|