hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, mars 31, 2005

Hver kannast við...

...svona vorpirring? Þegar veðrið er svo gott og allir eru að skríða undan vetri? Og mann langar svo til að gera eitthvað? Breyta til, hlaupa burt, hlaupa bara eitthvert út í buskann?

Danir eru svo spes. Las heila grein í dagblaði í gær um hvað það væri hentugt fyrir einhleypinga að versla inn saman, singleshopping heitir það, ,,á dönsku". Það er nefnilega svo dýrt að vera einhleypur. En ef maður er Dani, klýfur maður það með hinum einhleypingunum, kaupir 12 kjúklingalæri í stað tveggja, tvö kg af rósakáli í stað hálfs, og skiptir svo öllu bróðurlega í litlu eldhúsi, í litla plastpoka og vita vrap, til hinna einhleypinganna. Og allir una glaðir við sitt. Og ég á ekki orð.

Matta, þú veist við erum að fara til Parísar í lok maí?

Er annars að fylgjast með fréttamiðlunum heima, til að sjá hvað gerist í stóra fréttastjóramálinu svokallaða í fyrramálið... Ótrúlegur andskoti. 93,2%...

|

mánudagur, mars 28, 2005

Þeir eru ekki af mér...´

...útlimirnir sem fundust hér í næstu götu, fyrir tveimur dögum, í ruslatunnu. Mér getur því enn skrikað fótur og verið laus höndin, án nokkurra vandkvæða... Óhugnanlegt mál. Var einmitt að klára að lesa Svo fögur bein, bók um morðmál sem hefst á svipaðan hátt og þetta hér í Kaupmannahöfn.

Vorið er komið. Birtan orðin norræn og dagarnir lengri. Almenn ánægja með það.

Átveisla á Ny Östergade í gærkvöld. Kári, Íris, Svenni, Þórir, Kiddi og HH. Melónur og hráskinka, ostar, nýsjálenskt lamb og bakaðar kartöflur, arabískur hvítlaukskjúklingur, jarðarber, papaya og rjómi, blaut súkkulaðikaka Írisar og eplakaka HH. Ultum svo út á skrall; sumir voru að fara annað kvöldið í röð, aðrir það fjórða...

Margir í heimsókn í borginni yfir páskana, Gulli er búinn að sletta úr klaufunum með fjölskyldunni seinustu daga. Hildur og Gummi voru hér fyrir nokkrum dögum, sátum úti á kaffihúsi, vafin í teppi og sleiktum sólina. Og svo átti Þorvaldur líka leið hér um...

Bloggarinn Guffi var að velta því fyrir sér hvort blogg tískufyrirbrigði sem væri á leiðinni út, eins og fótanuddtækið og Soda Stream. Ég skal ekki segja.

En alla veganna, ég er á lífi.

|