hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

- furðað mig á föðurnafninu Slotboom?
- étið einn á veitingastað.
- drukkið heitt súkkulaði á súkkulaðistað.
- heyrt nýyrðið flexicurity/sveigyggi.
- gert ótal túdú-lista.
- verið eirðarlaus.
- hlustað á 22 tungumál á blaðamannafundi Framkvæmdastjórnar ESB.
- óskað þess að e-r mundi prumpa hátt og snjallt í mjög svo formlegum þriggja rétta hádegisverði, til að rífa upp stemmninguna.
- hugsað með mér að ég gæti líklegast aldrei unnið fyrir ESB.
- kynnst Flintholm í Kaupmannahöfn.
- millilent á Gardermoen.
- sent BÞB sms.
- lesið að guðleysingjar séu greindari en trúaðir.
- langað í ferðalag um Ítalíu á vespu.
- þóst feiknagóður í norsku og hlegið manna hæst að bröndurum Norðmannanna. Pínlega hátt.
- gert skattaskýrslu, klippt á mér táneglurnar, eytt þremur stundum í Kringlunni og farið í ristilspeglun; allt í huganum.
- reynt að láta litla frænku fá á mér matarást.
- reynt að vera Pollýanna.
- óskað þess að vera skoppandi allsber á sólblómaakri en ekki innilokaður á fimmtándu hæð, í miðjum fyrirlestri um sjávarútvegsstefnu ESB.
- hugsað um hvort góðir hlutir hendi í alvöru gott fólk, eins og ég hef alltaf reynt að trúa, og allt að því efast.
- velt fyrir mér tilgangi hlýrabola undir skyrtum.
- óskað þess að ég hefði séð gjörning Gulla fyrir konuna í einangruninni.
- skemmt mér yfir hnyttnu bloggi Baunarinnar.
- kvatt Þóri, sem er farinn til Kanada með unnustanum, og lofaði að lána mér hjól, og blogga.
- lært, aftur, að hægrismella á Makka.
- uppgötvað að kranavatn í Brussel er súrt.
- ákveðið að peningar séu bara peningar, sem reddist.
- afráðið, með trega, að sleppa Evrópumótinu í fótbolta með Styrmi.
- bloggað á brókinni í Brussel...

|