hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, október 04, 2003

Stutt í að þessari næturvakt ljúki. Heyrði í bræðrum mínum í nótt eftir lestur fimmfrétta, þeir voru komnir í Þykkvabæinn og voru að fara að skríða út í skurð til að skjóta gæs. Fyndið. Hingað hefur enginn hringt í nótt nema einn vitleysingur sem var að hlusta á Ellý Vilhjálms, páfagaukurinn hans söng með og hann bullaði einhverja samhengisleysu.
Hverjum datt í hug að láta mig stjórna tökkum og vera ábyrgan fyrir tæknilegum hluta útvarpsútsendinga að næturlagi. Takkar og tækni hafa aldrei verið mín sterka hlið. Kaldhæðnislegt að ég sé að fikta í útsendingu Rásar eitt og Rásar tvö... Enginn veit sína ævina fyrr en...
Jæja, heim að sofa.

|

fimmtudagur, október 02, 2003

Þá er ég loksins búinn að fá að segja Útvarp Reykjavík. Er að klára næturvakt upp á Rúv og fékk að segja þessi stóru orð í nótt klukkan fjögur. Svo voru fréttatímar klukkan tvö, fimm, sex og sjö. Púff. Reyndi að hljóma eins og Gerður G. og Ragnheiður Ásta þegar ég sagði Útvarp Reykjavík. Það er ósköp þægilegt að vera á næturvakt í Útvarpinu. Einu áhyggjurnar sem þarf að hafa er hvort að það komi skjálfti og svo þarf að hafa áhyggjur af því að ýta á rétta takka og sleða. Þá er nú gott að vera mikill tæknimaður eins og ég...
Þá er bara að koma sér heim að sofa. Jósúa og Þorvaldur voru í eplakökukaffi hjá mér í gærkvöld. Það var ljúft. Og svo voru lellurnar á Grettisgötunni, Jósa og Kolla, búnar að gera athugasemd við það að mér láðist að skrásetja matarboðið á Hverfisgötunni um daginn. Það var nú ekkert venjulegt matarboð, eins og svo oft slógum við á létta strengi, við Jósa fórum yfir strikið, slepptum okkur eins og okkur hættir til að gera. Og svo felldum við pínu tár, grenjuðum úr hlátri, átum kjúklingasalat og kynorku mína, í formi gulrótarköku. Stelpurnar komu ekki með rauðvín eins og vænst hafði verið heldur súkkulaði. Þess vegna var þetta svona þvingað allt kvöldið : ) Við munum það bara næst að við þurfum áfengi. Kvöldið var annars mjög skemmtilegt.
Gulli fékk áfengi í fyrrakvöld. Ég var að vinna á Ölstofunni, þar var Gulli með Ómari, þangað komu líka Sigga systir, Brynhildur, sem nota bene er að fara til Washington fljótlega með Loga Bergmanni og fleirum... Á Ölstofuna komu líka Svanhildur og Logi. Gulli og Ómar voru kátir. Gulli skemmti hópnum með sögum af mér á Spáni og eftir því sem ég best veit var það hispurslaus frásögn þar sem ekkert var dregið undan. Gott ef strandpartýið var ekki til umræðu Og Gulli, ég ætlaði alls ekki að særa þig á blogginu mínu, með umræðunni um hamingju sem fólgin er í handklæðabroti. Mikið vildi ég að ég gæti fundið hamingjuna þar... En svo er ekki.
En nú er klukkan að ganga níu að morgni og kominn tími á minn að fara heim að lúlla. Góðar stundir.

|

þriðjudagur, september 30, 2003

Fyndið hvað fólk gerir mismiklar kröfur til að verða hamingjusamt. Hamingja Gulla virðist t.d. tengjast því að þvo þvott reglulega, að þurrkarinn sé í lagi, að vel lofti á milli handklæða og svo er auðvitað gríðarlega mikilvægt að skipta um brot í handklæðunum reglulega. Merkilegt hvað það getur gert mikið fyrir sálarlíf sumra. Las einhvers staðar um daginn að orðið hamingja er seinni tíma hugtak, fyrr á tímum var fólk bara að hugsa um að hafa ofan í sig og á. Það er eitthvað annað en í dag.
Horfði á Wilde í gærnótt með Jude Law og Stephen Fry, og svo Friends á eftir því. Sem sagt videokvöld langt fram eftir.
Kastljósvakt lokið og minn á leið á Ölstofuna með viðkomu heima á Hverfisgötunni. Er það ekki svona sem maður gerir ópersónulegt tepokablogg? Bara það stærsta sem á daga manns drífur?

|

mánudagur, september 29, 2003

Góðan daginn, allan daginn, þá er Kastljósi kvöldsins lokið og menn á leið í ræktina. Ágætur dagur að kveldi kominn. Hitti Þóri á Kaffitári í dag yfir kaffitári og tókum út menn og málefni. Skutum meðal annars á hvorn annan fyrir að vera ópersónulegir bloggarar... Helgin var fín. Nema hvað sumir virðast ekki hafa skilið eins árs regluna. Taki það til sín sem eiga það. Ég hef líka á stundum brotið eins árs regluna, kannski seinast í dag í spjalli okkar Þóris. Eins árs reglan er nefnilega sú að maður má ekki láta einhvern strákbjána sem hefur átt hug manns allan, skemma fyrir sér meira en eitt ár, og helst ef mögulegt er, aðeins sex mánuði. Sumir í vinahópnum virðast aðeins þurfa viku til að jafna sig en svo eru enn aðrir sem þurfa ár, mörg ár. Fussumsvei.
Öll mál er smámál. Það er mottó dagsins. En nú ætlar Kastljósdrottningin að skutla Kastljósskriftunni í ræktina. Þetta verður því ekki lengra að sinni. Góðar stundir.

|