hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, desember 20, 2003

Ég var að hugsa hvað það eru mikil forréttindi að vera í svona skemmtilegri vinnu. Maður lítur í raun ekki á þetta sem vinnu, hér er svo gott fólk, svo er það bara bónus að maður fær borgað fyrir að koma hingað. Við vorum sem sagt að ljúka laugardagsvakt. Annars mun ég ljúka þessu vinnutímabili á gamlársdag því 1. janúar kemur Óli Sig úr fríi. Mér þykir auðvitað leiðinlegt að þetta skuli klárast en það tekur annað við... Maður bara sér til.
Við Þórir vorum að hlæja að því hvað bloggið mitt hefur verið lítið spennandi. Ég er alltaf svo upptekinn og alltaf svo mikið að gera og öllum færslum lýk á ég því að segjast þurfa að rjúka. Ég held ég haldi því bara áfram en tuði kannski minna um það hversu mikið sé að gera.
Meðlimir Farandpönnunnar hafa átt gríðarlega erfitt með að hittast og ég held meira að segja að Pannan á morgun sé öll í óvissu. Annars hefur hreyfing á Pönnunni verið í lágmarki og það er ekki vel. Við gætum staðið okkur mun betur.
Í kvöld er partý hjá Bjarna í nýja húsinu og þar verður allur hópurinn sem býr í Lundúnum... Stefnan er nú að vera ekki lengi. Ég var á Ölstofunni að drekka bjór með Þórunni, Þóru, Stínu, Addý og Brynhildi í gær til klukkan tvö en þar voru líka Olla og Hannes.
Gærdagurinn var alveg frábær, ég var í fríi að dúlla mér. Ég fór í jólakaffi í hádeginu upp á Útvarp og svo var ég í jólagjafaleiðangri niðri í bæ. Hitti meðal annars Jónsa í SigurRós á Kaffitári. Reddaði slatta af jólagjöfum og hitti svo Birnu mágkonu uppi í Kringlu.
Og Sigga systir er farin austur á Hvolsvöll. Og eins og glöggir lesendur taka eftir þá er ég nýbúinn að uppgötva að hér á síðunni er hægt að velja feitletur. Mikill er máttur netsins á gervihnattaöld, segi ég nú bara.

|

fimmtudagur, desember 18, 2003

Minn bara í fríi í dag eins og alla hina dagana. Það þýðir að ég er í Kastljósinu og á Ölstofunni í kvöld. IDD og Fréttastofan ætluðu þó líklega í keilu í kvöld og það væri leiðinlegt að missa af því.
Ég er víst að gera systur mína brjálaða, hún er svo mikið jólabarn. Ég kom fram í morgun og þá var allt uppljómað á öllum mögulegum seríum og ljósum og Sigga systir að hlusta á Bing Crosby að syngja jólalög. Það er vani hjá mér að kveikja á útvarpinu þegar ég vakna og án umhugsunar þá gerði ég það líka í morgun, Sigríði til mikillar mæðu, og drap á jólastemningunni jafnsnögglega og hún hafði kviknað. Örfáir dagar til jóla og jólaskapið lætur ekki á sér kræla. Ég kýs frekar sumar. Sumar, sumar, sumar og sól. Mér finnst fyndið að Jón Ólafs skuli ætla í mál við Davíð, þá verður landslýð skemmt. Nú flykkjast nemarnir sem stúdera í útlöndum til landsins. Kata Lundúnahreppstjóri er víst komin á Frón og það er Sif líka, hún kíkti á Ölstofuna í gær. Fleiri væntanlegir.
Orð dagsins er ripill, það er stutt pils eða pilsgopi eins og sumar vinkvenna minna klæðast oft á tíðum. Ekkert hangs, góðar stundir.

|