hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

sunnudagur, apríl 22, 2007

Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

-séð baobab tré, loksins, svona eins og í Litla prinsinum.
-étið nsima, malavíska þjóðarréttinn
-fengið lifandi svartan kjúkling að gjöf, auk þurrkaðs fiskjar, frá þrettán manna fjölskyldu, áður en ég steig upp í mótorbát á ströndinni í Zambo, og sigldi á brott. Ekki inn í sólarlagið heldur í öldugang
-klárað The Road to Kandahar eftir Jason Burke. Góð.
-byrjað á Noah Chomsky, Hegemony or Survival...
-dáðst að hugrekki nokkurra viðmælenda
-skaaaaðbrunnið á innanverðum upphandleggjum og síhækkandi enni
-talið daga
-spókað mig í borginni Lilongwe
-reynt að sitja á fordómum mínum í garð Bandaríkjamanna, í félagsskap Kents frá Suðurríkjunum. Hann settist niður, í sínum hólkvíðu gallabuxum, til að horfa á leik með The NY Yankees
-ekki kippt mér upp við nýjustu fjöldamorðin í Bandaríkjunum
-stungið í stúf
-blótað einkennislykli bankanna í sand og ösku. Hefði skilið þetta fyrirkomulag árið 1991, ekki 2007
-komist á alnetið eftir langa bið, og séð nokkurra daga gamlar fréttir af bruna og vatnsleka í borg tækifæranna í Norðri, borgarinnar sem aldrei sefur
-setið á nærbuxunum út á svölum, og geri enn, með þráðlaust net á hnjánum
-verið kallaður herra eða master alltof oft
-ekki klæðst kakífötum eða borið hitabeltishatt
-að mestu sloppið við steinsmugu

|