hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, apríl 06, 2007

Mér finnst drepfyndið...

...þegar fólk neitar að láta segja sér upp. Heldur því einfaldlega fram að sambandið sé og verði gott. Annað sé rangt. Töff.

Og svo fannst mér fyndið í gær þegar ég á Gammel Kongevej mætti manni sem dansaði einn úti á götu. Það var eins og hann væri að dansa af gleði, var búinn að taka upp hald og sveif áfram...

Svo sauð á mér í ræktinni í gær þegar ég hlustaði á tal þriggja hómófóbískra Ítala, sem héldu að enginn skildi sig.

Mér leiðast helgidagar. Búinn að eyða morgninum á nýja bleika sófanum okkar Írisar, með kaffibolla og dagsgamlan Jótlandspóst. Þó það hafi kólnað í Kaupmannahöfn kvarta ég ekki, skilst það sé snjófugt á Íslandi : ) Og svo pantaði ég mér flug til Flórens í júní, til að fara í brúðkaup Fabrizios og Viviönu í San Gimigniano, borgarinnar með múrana. Þangað hef ég heldur aldrei komið. Hlakka óskaplega til... Drjúg eru morgunverkin á Keplersgade. Svo er ég búinn að vera að hlusta á útvarpsþættina Áfram gakk á Rás eitt, um U2 og trúarlegar tilvísanir, þættir sem Steindór bendir á. Stórmerkilegt alveg...

Íris sambýliskona er búin að gefa mér páskaegg. Vík skyldi milli vina, fjörður milli frænda. Annað egg bíður mín, frá Védísi, Öggu og Sigga Tona.

Er fólk búið að sjá þessa ádeilu hjá Alanis Morrisette? My humps... Stórgott
http://www.youtube.com/watch?v=W91sqAs-_-g

Orð dagsins er hispur, sbr. hispurlaus. - Yfirlæti, sundurgerð, tildur, fánýtt skraut. Þar höfum við það.

|

sunnudagur, apríl 01, 2007


Það sem gladdi mig í dag var að afgreiðslumaðurinn í Kebablandi var þynnri en ég. Það sem gladdi mig í gær var feita konan með ipodinn sem söng svo hátt í ræktinni. Og svo gleður þessi endalausa sól mig óskaplega mikið.

Færeyjar voru snilld. Hef aldrei hitt jafnmarga nafna mína, Færeyingar eru greinilega hrifnari af þessu nafni en íslendingar... Gríðarlega fallegt í Færeyjum. Og tungan þeirra er einstök. Skóbúðin í Þórshöfn heitir Skóhornið, barinn heitir Glitnir. Fórum í heimsókn í heimahús í oman Strandgatan hjá Tordísi Fagranes og Sófusi. Borðuðum á Café Hvönn og skoðuðum hvern krók og kima á Tinganesi, í glampandi sól, hita og logni. Alþjóðaflugvöllurinn í Vágum er skondinn. Þar er hægt að kaupa Hraun og Svala í sjoppunni. Og fluffurnar hjá Atlantic Airways eru flippaðar.

Ljósvakalæðan Svanhildur Hólm er aftur byrjuð að blogga...

Ísland eftir viku.

|