
Það sem gladdi mig í dag var að afgreiðslumaðurinn í Kebablandi var þynnri en ég. Það sem gladdi mig í gær var feita konan með ipodinn sem söng svo hátt í ræktinni. Og svo gleður þessi endalausa sól mig óskaplega mikið.
Færeyjar voru snilld. Hef aldrei hitt jafnmarga nafna mína, Færeyingar eru greinilega hrifnari af þessu nafni en íslendingar... Gríðarlega fallegt í Færeyjum. Og tungan þeirra er einstök. Skóbúðin í Þórshöfn heitir Skóhornið, barinn heitir Glitnir. Fórum í heimsókn í heimahús í oman Strandgatan hjá Tordísi Fagranes og Sófusi. Borðuðum á Café Hvönn og skoðuðum hvern krók og kima á Tinganesi, í glampandi sól, hita og logni. Alþjóðaflugvöllurinn í Vágum er skondinn. Þar er hægt að kaupa Hraun og Svala í sjoppunni. Og fluffurnar hjá Atlantic Airways eru flippaðar.
Ljósvakalæðan Svanhildur Hólm er aftur byrjuð að blogga...
Ísland eftir viku.