
Frá því ég bloggaði seinast hef ég...
- snætt rússneskar blini með laxahrognum hjá Silju Báru.
- séð Borat með Önnu Völu og Gulla.
- ákveðið að birta mynd af þessum barmi, sem nú er að finna í annarri álfu.
- þeyst á Þingvelli með Huw hinn velska.
- klippt frétt með Dóra Disco.
- hlustað á Sufjan.
- látið læsa gala-áramótadressið inni í fatahreinsun fram yfir áramót. Snjallt.
- slökkt á ömurðinni Myrkahöfðingjanum (slökkti eftir 5 mín.) eftir að hafa snökt yfir gæðamyndinni Crash, næsta dagskrárlið RÚV á undan.
- knúsað Baldvin Þór Bergsson.
- reynt að meðtaka að það er búið að hengja Saddam.
- keypt mér mína eigin jólabók, Fjölmiðlar 2005 eftir Ólaf Teit.
- Og reyndar aðra til. Málkrókar, eftir Mörð, um ambögur í íslensku máli : )
- velt fyrir mér sögninni amra, og orðinu smergel.
- kysst mömmu afmæliskoss.
- mætt í ein þrjú spilakvöld. Að öðrum ólöstuðum, var toppurinn að spila Meistarann með Loga sjálfum.
- sofið óhóflega mikið.