hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Í gær...

...datt ég. Mötuneyti RÚV var þéttsetið. Ég stikaði öruggum skrefum á linoleum dúknum og sá ekki kaffipollinn. Þar skrikaði mér fótur og vissi ekki af mér fyrr en í frjálsu falli. Þetta gerðist allt á örskotsstundu. Allt í einu lá ég hlæjandi á bakinu fyrir framan tvöhundruð manns. Stoltið sært. Stóð hratt upp og veifaði forsetavinki eins og Júlía nokkur Guðjónsdóttir kenndir mér fyrir mörgum árum. Hún datt líka ósjaldan á rassinn hér í denn. - Ég hef gaman að vandræðalegum uppákomum en það má eitthvað á milli vera.

Vegna alls þessa, auk fótboltans á sunnudagskvöldið, eiga hreyfingar mínar í dag fátt skylt við eggjandi hreyfingar skógarkattarins, eins og þær gera yfirleitt, alla veganna á góðum degi.

Las snilldargrein eftir Pál Ásgeir, um ,,þetta fólk". Þetta fólk í hans grein var nefnilega Íslendingar í Danmörku, ekki Pólverjar á Íslandi. Íslendingar eru Pólverjar Dana.

Mér finnst snjórinn fínn.

Og það bora allir í nefið.

|

mánudagur, nóvember 20, 2006

Jesús, hvað hlutirnir gerast hratt...

Frá því ég bloggaði seinast, fyrir nokkrum klukkutímum, hef ég...
-farið í snjókast
-uppgötvað í mér nárann
-spilað fótbolta við 25 aðra kynvillinga
-þar uppgötvaði ég nárann
-ekkert dónalegt samt
-og svo hélt ég ég mundi deyja af mæði
-en dó ekki.

Svo hef ég líka unnið að hugmyndinni sem á eftir að gera mig ríkan. Strikamerki á enni fólks sem segir þér hvort það sé einhleypt, glaðlynt, kynvíst, hvatvíst, ungt, til í tuskið, ekki til í tuskið, leiðinlegt, sjopppulegt, falskt og þar fram eftir götunum.

Eddan var pínleg. Segi ekki meir.

|