hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

sunnudagur, september 24, 2006

Ég er rótkvefaður, búinn að sjá norðurljós, lykta af hitaveituvatni og veit ekki hverjum ég á að heilsa úti á götu og hverjum ekki því allir þekkja alla. Ég er í Kardimommubænum. Ég er á Íslandi.

Og ég er enn að hneykslast á frétt Moggans um starfsmann ferðaskrifstofu sem gat þess í dönsku blaði að hann færi til landsins bláa af hann ætti helgarfrí. Hvenær í andskotanum ætla Íslendingar að hætta að hossa sjálfum sér svona? Endalausar pínlegar staðfestingar á eigin ágæti. Held minnimáttarkend sé undirrótin. Á ég virkilega að verða stoltari Íslendingur af því Vibeke (43), starfsmaður Kuoni í Vejle Amt, gæti hugsað sér að koma til Íslands yfir helgi? Aulahrollur.

Og talandi um aulahroll... Móttökur í Smáralind fyrir þá sem hafa borið hróður lands og þjóðar víða. Aulahrollur.

Hugo Chavez er annars maður vikunnar, maður með húmor.

|

föstudagur, september 22, 2006

Síðar er núna...

Sumir blogga um brúnkukrem, aðrir blogga um Kæra Pétur og Pál, hundinn Biblíu, vinahandbækur, nú eða að lífið sé tussa ef þú ert hlussa. Ég blogga í tilefni þess að deyfingin frá tannsa er smám saman að fara úr vörinni á mér, síðan í morgun. Það mest spennandi í lífi undirritaðs í dag er göngutúr í og úr rækt, og vanilluskyr. Segiði sem svo að maður lifi ekki á ystu nöf... Frá því ég bloggaði seinast er ég búinn að reyna að knésetja heila fréttastöð, eða það virðast sumir halda. Ekki að ég hafi haft gaman að því. Fram undan, um helgina, er að vera helgarpabbi. Agnes (6) og Siggi Toni (7) voru að koma til borgarinnar til okkar Siggu systur, Agnes er að flengja mig í þessum töluðum orðum. Þegar ég blogga næst verð ég búinn að spilla börnunum á allan mögulegan máta... sjá teiknimynd í bíó, fara í húsdýragarðinn, éta hamborgara, baka köku, gefa öndunum, fara í vatnsrennibraut, panta pizzu, éta ís og nammi - Hvað fleira var spennandi þegar maður var sjö?

|