hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, janúar 20, 2006

Sú var tíðin...

...að vinur minn Logi Bergmann var efstur á blaði yfir kynþokkafyllstu menn Íslands. En nú er tíðin önnur. Steingrímur J. Sigfússon er á topp fimm. Gaman að því.

Til hvers voru uppþvottaburstahausarnir (veit ekki hvernig ég á að lýsa fyrirbærinu öðruvísi) á miðri gjörðinni á hjólinu manns, hérna í gamla daga? Þessir tvílitu sem dingluðu og snerust þegar maður hjólaði? Var þetta eitthvað praktískt eða bara móðins þá? Af hverju er ég að velta því fyrir mér? Af hverju er ég ekki bara að pakka eða að reyna að ná smásvefni fyrir níu tíma flug? Sex klst. í Sri Lanka...

Góðar stundir.

|

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Við ykkur, góðvinkonur Mörtu Vörtu (Möttu)...

... hef ég aðeins þetta að segja. Veit samt sem áður ekki hvernig ég á að koma orðum að því. Nú þegar um þrjár vikur eru liðnar frá fráfalli Mörtu, er allt útlit fyrir að hún muni ekki eiga afturkvæmt. Og er það vel. (Nú heyri ég digurbarkalegan hlátur þinn, Skratthea).

Upplifði alveg fáránlegt déja-vu í gær, þar sem ég sat og gerði við roknasaumsprettu í klofbót á buxum. Gaman. Það er víst að verða áratugur síðan ég sat á þaki hallar Conte Zappia greifans í Locri á Suður-Ítalíu og gerði við saumsprettu. Nema hvað þar sat ég á svörtum þakpappa og sólin vermdi mig. Í gær rigndi í Manchester og ég sat í illa kyntu húsi. Hvað er þetta með saumaskap og útlönd? En ég er sem sagt ekki ömmubarn Lottu Tilsner, meistara í vefiðn, fyrir ekki neitt.

Er ég virkilega orðinn það gamall að það sé kominn tími á endurgerð kvikmyndarinnar Single White Female? Ekki sáttur. Man svo ljóslifandi vel eftir originalnum.

Stór dagur í Manchester í dag.
1. 260.000 ISK útborgaðar frá LÍN.
2. Skil á tveimur stórum ritgerðum og annarlok.
3. Undirbúningsfundur fyrir Sri Lanka.
4. Bjór.

Mér finnst systir mín fyndinn bloggari.

Var að ljúka við bók þar sem ég smjattaði á orðum eins og fordild, hleypidómar og hákandi. Orð dagsins er annars eirð.

|