Ef ég verð með herðakistil...
...hárlos, tannlos, opin svöðusár, álfaeyru, steinsmugu og líkþorn, næst þegar þið sjáið mig, þá er það vegna malaríulyfjanna sem ég er kominn á. Sem sagt vika í Sri Lanka. Ferðaáætlun okkar hefur verið breytt vegna vaxandi óróa á Austur og Norðurhluta eyjarinnar. Sem sagt engar áhyggjur, mamma, ég er ekki á leiðinni í opinn dauðann...
Það eru ekki bara feitir og siðlausir forstjórar og stjórnarformenn sem græða á FL-Group... Icelandair hélt subbulega flott kokkteilpartý á fimmtudaginn í tilefni þess að þeir byrja að fljúga hingað í apríl. Felix Bergs bauð mér. Ég drakk eins mikið og eins hratt og ég gat. Óskaplega gaman. Ég var sem sagt sjálfskipaður fulltrúi fátækra íslenskra námsmanna og held ég hafi staðið mig með sóma.
Byrjaði daginn með Herberti Guðmundssyni, Can´t Walk Away. Góð byrjun á góðum degi. Samt er sunnudagur.
Skyldi Þjóðkirkjan sjá samhengi milli hlutfallslegrar fækkunar sóknarbarna sinna, og forpokaðrar afstöðu til samkynhneigðra? Eða er það bara ég sem hugsa í samsæriskenningum? Fyrir áratug voru 92% Íslendinga í Þjóðkirkjunni en hlutfallið er í dag 84%.
Og vissuð þið að í Ginger Crunch kexpakkanum frá Fox, sem hvarf ofan í mig á sjö mínútum í gær, eru 1020 kaloríur? Ég er sem sagt á kafi í ritgerðarvinnu og næring þarf að vera staðgóð og hægt að koma henni frá á sem stystum tíma. - Nú er ég byrjaður að blogga eins og Steindór um Ballerina kexið sitt...