Hélt ekki að kæmi að þessu...
Hér birtist fyrsta uppskriftin á þessu bloggi, vegna fjölda áskorana...
Fjallahestafiskisúpa
- laukur
- púrra
- paprika
- slatti sveppir
- graslaukur
- hvítlauksrif
Brytjað og látið krauma í ólífuolíu þar til meyrt.
- 1 dós tómatkraftur
- karrý
- fennika
- salt og pipar
Bætt út í .
1 l af fisksoði hellt út í. 1 askja af rjómaosti brytjuð út í. Brytjaðri soðinni ýsu bætt út í. Látið sjóða enn í nokkrar mínútur. Hálfur lítri af rjóma, humri, hörpudisk og rækju skellt beint í pottinn. Fiski- og eða grænmetiskraftur ef vill. Rækjuna á ekki að sjóða áður en gott er að velgja örlítið undir humrinum og hörpudisknum...