Klukkan er...
... 9.04 þegar þetta er skrifað. Ég var inni á kaffistofu fyrir augnabliki að fá mér kaffi. Renndi þá yfir atburði næturinn í huganum. Og öskraði úr hlátri. Aleinn... Það sváfu nefnilega sjö manns á Hverfisgötunni í nótt, frá Suður-Afríku, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Og þetta er ekki það sem þið haldið, langt í frá. Gaman. - Skemmtilegur eiginleiki sem ég vildi ekki vera án; að geta hlegið að ólíklegustu hlutum.
Ég er í öskrandi bláum sokkum við svört jakkaföt. Ekki vegna þess að ég sé hífaður. Vegna þess að ég er litblindur. Á leið í vinnu áðan, eftir tveggja tíma svefn, hengdi ég þvott. Líf mitt er sumsé þrungið spennu og ég lifi á ystu nöf.
Helgin hefur verið óóóskaplega góð til þessa og HH er á nítján daga vinnutörn, sjö dagar í striklotu eftir.
Mamma og pabbi gáfu mér kúst og fægiskóflu í kynvillingslitunum í gær og eru þeim hér með færðar þakkir.
Gígja og Gunnar eru búin að eignast litla Ástu.
Líf og fjör. Síðar.