hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

sunnudagur, júní 26, 2005

Seinasta færsla...

...verður að teljast sérstaklega einkennileg, í ljósi þess að ég hef varla fengið áfengisdropa inn fyrir mínar varir, síðan ég kom til landsins frá Köben.

Sumarsólstöður búnar. Ekki gott. Stóð ekki upp á fjallstoppi þessa stystu nótt ársins, eins og svo oft áður. Brá út af vananum að kvöldi tuttugasta og fyrsta og fór í bíó með Tobbu á Mr. & Ms. Smith og svolgraði svo í mig Martini Bianco á Oliver.

Fór í sund í dag með Sigga Má. Hann reyndist brúnni en ég. Mun ekki fara aftur í sund með honum fyrr en brúnkusamanburður er orðinn mér í hag. Kepptum í brúnku á menntaskólaárunum; kepptum reyndar í öllu mögulegu. Sumir hlutir breytast aldrei.

Við Matta erum svo ólík. - Hún veit hvenær hún er í fríi og ég veit hvenær ég er í vinnu. Bæði hlökkum við til, hún til að fara í frí, ég til að fara í vinnu.

Hápunktur seinustu viku var líklegast að sitja á rúmstokknum hjá bróður mínum og spúsu hans, nýbökuðu foreldrum, reyndar í þriðja skiptið, og finna nafn á nýfædda dóttur þeirra. Finnst ég eiga svo mikið í henni fyrir vikið... Þau er líka komin með tvö börn, vísitölufjölskyldu, þannig að öll þeirra börn umfram þessi fyrstu tvö, teljast inn í minn barneignarkvóta. Ég á sem sagt nýju dótturina, þriðja barnið. Óskiði mér til hamingju. - Nú vantar mig bara að einhver játist mér svo ég fái Kitchen Aid hrærivél að gjöf.

|

fimmtudagur, júní 23, 2005

Hitti mann...

...í dag sem sagði að sig langaði alltaf í áfengi þegar hann hitti mig. Er það gott eða vont?

Er annars að ljúka tólf tíma vakt.

Lífið þessa dagana er vinna. Vinna og aftur vinna. Sem er bara nokkuð gaman.

Síðar.

|