Spurði vin minn...
...hvort líf okkar væri innihaldslaust. Hann sagði að stundum væri bara nóg að vera, það þyrfti ekki allt að hafa tilgang, innihald, gildi o.s.fv. Kem hugsuninni líklegast ekki frá mér á skjáinn eins og ég vildi. Þetta hljómaði alla veganna vel í dag. - En sem sagt, í dag er ég, og ekkert annað.
-Í dag er ég með timburmenn.
-Í dag er ég sonur sem svarar í símann.
-Í dag brosi ég þegar ég skil ekki það sem við mig er sagt.
-Í dag skrópaði ég í jóga.
-Í dag drekk ég kaffi og bryð Panodil.
-Í dag les ég Berlingske Tidende. Kosningar í vændum.
-Í dag flissa ég með Siggu systur og Hrönn.
-Í dag fór ég með stelpunum í heimsókn í Badstuestræde til Friðriks.
-Í dag er ég barþjónn í fríi.
-Í dag steig ég í poll.
-Í dag er ég með bólu á kinninni.
-Í dag finnst mér ég vera með eins gleraugu og Kevin Costner í JFK.
-Í dag er ég...
Í gær var hins vegar allt annað upp á teningnum. Stórskemmtilegt gærkvöld með Hrönn, Siggu systur og Kidda. Fordrykkur, martini bianco, frábær matur á Sticks n' Sushi á Istedgade, miso baunir, sushi, lakkrís creme brule, hvítvín, kokkteill á Mexibar, skot á Masken, Mojito á Sirup, skrall á Pan fram eftir. Gaman.