Afturkoma, comeback
Ég er þá líklegast líkari Ragnari en Þóri, virðist ekki geta hætt að blogga. Það er að segja, Ragnar sagðist hættur en kom aftur; Þórir er svo þrjóskur að ef hann segðist hættur þá stæði hann við það. Ég er hins vegar ístöðulaus. Þess vegna mun ég jafnvel halda áfram að henda hingað inn stikkorðum ef sá gállinn er á mér, áskil mér samt fullan rétt á sumarfríi inn á milli.
Bendi á tilraunakennt myndablogg, krækju hér til hægri, þar sem við lifum nú einu sinni á gervihnattaöld. Og svo fleiri nýja tengla enn neðar.