Á fimmtudagsvköld hittumst við strákarnir hennar Fríðu á 22 og svo auðvitað Fríða sjálf og svo slóst Una í hópinn. Þórir og Jóhann voru einmitt báðir á leið til Lundúna morguninn eftir. Ljúft kvöld. Á föstudagskvöldið fórum við Brynhildur út saman. Fórum meðal annars á Hverfisbarinn og hittum Gettu betur stjörnurnar. Það rann upp fyrir mér ljós að ég hef bara skrallað á Ölstofunni seinustu mánuði, þess vegna var ég svona undarlegur á Hverfisbarnum og stirður á dansgólfinu. Hver hefði trúað því? Brynhildur dró sig í hlé og við tók skrall með Camillu, Dögg, Ölmu og Brynju. Flakk á milli staða. Hitti fullt af fólki sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Kannski af því ég hætti mér á aðra staði en Ölstofuna. Gríðarlega gaman og ölvun eftir því. Skrall til að verða sex.
Í gærkvöld sáum við Gulli Cold Mountain í bíói. Jude Law svíkur engan. Gulli var reyndar eitthvað sleginn. Sagðist hafa séð pjásuna á Nicole en ég lét það ekkert á mig fá og tók því eins og hverju öðru hundsbiti. Þaðan lá leiðin á Ölstofuna þar sem við Fabio sátum að sumbli fram á nótt. Sigga systir, Tröllið og Læðan, Brynhildur og fleiri litu við. Nú og svo var vinna í morgun. Og þá er Helgarfléttunni lokið.
Birna Anna er með góðan pistil í Tímariti Morgunblaðsins, hún er reyndar alltaf góð. Hún tekur fyrir valkvíða, ég get svo innilega fallist á það að ég kaupi frekar sultu og er ánægður með valið ef það eru bara til tvær tegundir en ekki 20. Úff. Síðar.