Púff, þreyttur.
Héðinn, til hamingju með daginn. Og
Erla Tryggva, súperpródúsent og skrifta, og
Guðmundur Halldórsson, tvíburabróðir minn til skamms tíma, til hamingju með daginn líka þið. Og svo er jú alþjóðlegur baráttudagur kvenna; bestu kveðjur stelpur...
Afmælisdagurinn fór öðruvísi en ætlað var, seint í gærkvöld hafði honum ekki verið ráðstafað en það fór á annan veg. Útkall á Útvarpsvakt í hádeginu og fram til sex, þá tók Kastljós við til átta. Hef því verið önnum kafinn í dag en þakka ölum þeim sem hafa sýnt hlýhug og reynt að láta frá sér heyra, sá hringingarnar og skilaboðin. Takk fyrir mig.
Nú er ég hins vegar að niðurlotum kominn enda óhóflega margar áfengiseiningar innbyrtar á seinustu dögum. Dagurinn var annars alveg glimrandi, við
Dagný vinkona í
Utanríkisráðuneytinu höfðum ætlað út að borða í hádeginu á Holtið en þar sem hádegishléið var svo stutt og við bæði á leið í vinnu kl.13, þá ákváðum við að fara bara á stað með hraðari þjónustu en í svipuðum gæðaflokki,
Mekong. Hann brást heldur ekki, við
Dagný eigum líka dálitla sögu þaðan, frá því við bjuggum saman í Samtúninu; þá var þetta okkar hverfisveitingastaður, þegar við vorum ung og ástfangin. Hún af
Skúla og ég af stráknum á efri hæðinni. Svo fór að hún krækti í
Skúla en
Jósa krækti í strákinn á hæðinni.
Af Mekong fór ég á fund á Grand Hótel um aukið jafnrétti kynjanna, sem svo skilaði sér í pistli fyrir Spegil. Fínt efni. Jafnréttisbölmóður og tuð; alltaf sígilt. Segi bara eins og
Guðni, konur eiga að vera bak við eldavélina og hvergi annars staðar.
Dagný sagði mér frá dagmæðrum sonar okkar en þær eru við það að gera uppreisn og segja
Arnar óstýrilátan. Því getum við ekki samsinnt og höldum frekar að dagmæðurnar séu ekki að sinna starfi sínu sem skyldi; þær taka þessu líklegast sem hverju öðru skepnuhaldi. Öllum börnunum gefið á garðann um leið og svo skipt á línunni, í beinu framhaldi af morgungjöf.
Í gærkvöld lét fullt af fólki sjá sig á Ölstofunni eins og ráðgert hafði verið, og úr varð hin besta skemmtun.
Fríða hækja kom hækjulaus en samt ekki með fylgdarmann eins og búist hafði verið við. En á Ölstofunni var sem sagt einvalalið.
André og
Ragnar gáfu mér disk með
Joss Stein sem mér líst helvíti vel á, einhverjar rauðvínsflöskur fékk ég, og svo fékk ég forláta sundhettu, uppblásna, frá
Möttu, Hlédísi og
Arndísi. Þaðan fór ég með
Möttu og
Hlédísi að horfa á myndband langt fram eftir nóttu. Sáum fluffumyndina með
Gwyneth Paltrow; olli dálitlum vonbrigðum.
Sigga systir vakti mig svo í morgun með kókói og ristuðu brauði með osti eins og siður er á heimili foreldra okkar að gera fyrir afmælisbörn. Ljúft.
Árshátíð RÚV var mjög skemmtileg. Góður matur og gott kompaní, Geirfuglarnir að spila. Velti því fyrir mér í gær hvort ég hefði farið yfir strikið með því að narta lauslega og láta vel að kynþokkafyllsta fólki landsins en tel það ekki vera. Hef aldrei fyrr séð neinn fara á trúnó í pontu með hljóðnema í hönd og tæplega fjögurhundruð vinnufélagar að hlusta. Það var reynt að klappa manninn niður en allt kom fyrir ekki. Hann kom sínu á framfæri í garð vinnufélagans. Kvöldið byrjaði í kokkteilpartýi hjá
Ellu Hirst;
Jóa var deitið mitt og gott ef við vorum ekki bara nokkuð sannfærandi. Kvöldið endaði á Ölstofunni, hvar annars staðar, þar sem ég hitti
Hauk, Ola Veigar og
Orra Pál. Mjög svo athyglisverðar samræður um fordóma í bland við kynvillu. Prúðir piltar og viðræðugóðir. Kvöldinu þar áður hafði ég líka eytt á Ölstofunni, lenti í tímavél sem lýsti sér í því að tíminn frá miðnætti til fimm, hvarf, á meðan ég sat við barinn og drakk martini bianco ásamt
Ölmu, Dögg, Edda, Jóni Guðna og fleirum og fleirum. Hverjum er ég að gleyma?
En sem sagt, dagur að kveldi kominn. Hér lýkur afmælisdagsbloggi og helgarfléttu. Ég orðinn tuttugu og tveggja en kvíði því ekkert. Síðar.