Svaf yfir mig í morgun. Ætlaði svo alls ekki að enda á skralli í gær sem ég gerði þó, til þrjú. Hitti Þorvald, Gísla, Arnar, Kristján, Sigurstein og Jóa á 101 í gærkvöld. Þaðan fórum við á Iðnó og stöldruðum við í hálftíma. Stemningin þar fannst mér súr. Fjögurra tíma svefn og svo vinna. Gærkvöldið var annars fínt.
Velti fyrir mér eftir langt og hispurslaust (upp að vissu marki) símtal við besta vin minn í gær hvort ég væri skrýtinn að vilja alltaf ræða allt til hlítar eða hvort hann væri lokaður. Komst ekki að niðurstöðu. Kannski bæði?