Vill einhver vita eitthvað um Flauelisbyltinguna í Georgíu? Hef ekki getað hugsað um annað í tvo daga og eina nótt, var pínuandvaka í nótt og þá hugsar maður auðvitað um fréttir morgundagsins. Ég hafði til dæmis miklar áhyggjur af Berlusconi og Cesare Previti milli klukkan fimm og sex í nótt þegar ég lá og bylti mér.
Hitti Þóri, Fríðu, Ingu, Hauk, Davíð og Steindór á Sólon í gærkvöld. Síðar.